07 September, 2012

Ávaxtaklakar

Þessir ávaxtaklakar eru algjör snilld og rosalega góðir, upplagt fyrir börn jafnt sem fullorðna  :) Uppskriftin passar í þrjá svona frostpinna eins og eru á myndinni. Það er sjálfsagt líka mjög gott að nota bláber í staðinn fyrir jarðaber.


Magn Hráefni
1/2 stk Banani
60-70 g Frosinn ananas
40-50 g Jarðaber (frosin eða fersk)
60-70 g Heilsusafi eða annar hreinn ávaxta- og/eða grænmetissafi
-  Setja allt saman í blandara
-  Setja í frostpinna box
-  Geyma í frysti