04 September, 2012

Bláberjabomba

Þessi uppskrift er fengin af facebook síðu, Heilsudrykkir Hildar og birtist líka í Fréttatímanum þann 31.ágúst 2012. Þessi drykkur er alveg rosalega orku- og næringarríkur, stútfullur af andoxunarefnum og einstaklega góður á bragðið : )


Magn Hráefni
20 g Möndlur
2 stk (15 g) Döðlur
20 g Hveitikím
100 g Bláber
1 stk (120 g)Banani
-  Leggja möndlur í bleyti yfir nótt og döðlur í sirka hálftíma
-  Möndlur og döðlur settar í blandarann þangað til silkimjúkt
-  Restinni af hráefnunum er bætt við og blandað velEndilega lesið meira um af hverju möndlur og bláber eru svona góð fyrir okkur.Næringarinnihald:
magn RDS %*
Orka (kkal) 418
Prótein (g) 12,0
Fita (g) 13,0
Kolvetni (g) 58,7
Trefjar (g) 9,5 38%
A-vítamín (μg) 10 1%
D-vítamín (μg) 0 0%
E-vítamín (mg) 9,1 114%
B1-vítamín (mg) 0,4 39%
B2-vítamín (mg) 1,3 30%
B6-vítamín (mg) 1,2 61%
Fólat (μg) 400 25%
B12-vítamín (μg) 0 0%
C-vítamín (mg) 75 69%
Kalk (mg) 84 10%
Fosfór (mg) 348 58%
Magnesíum (mg) 151 54%
Járn (mg) 3,2 21%
Joð (μg) 2,0 1%
*RDS miðar við íslenskar ráðleggingar á næringarefnum fyrir konur, 18-60 ára