03 September, 2012

Grænn spínatdrykkur

Ég hef prófað nokkrar útgáfur af þessum drykk en finnst þessi langbestur. Hann er samt frekar lágur í hitaeiningafjölda en mjög næringarmikill eins og sést hérna fyrir neðan. Spínat er mjög ríkt af A- og C-vítamíni, fólati, kalki og járni. Ananasinn er líka með mikið af C-vítamíni sem hjálpar við járn upptökuna úr spínatinu. Svo innihalda spínat og bananar líka mikið af trefjum, B6-vítamíni og magnesíum.

Magn Hráefni
60-70 g Spínat (frosið eða ferskt)
100 g Frosinn ananas
1/2 stk Banani
5-10 g Sítróna
2 g Engifer
-  Bæta við vatni eftir þörf
-  Setja allt saman í blandaraNæringarinnihald:
magn RDS %*
Orka (kkal) 126
Prótein (g) 3,0
Fita (g) 0,6
Kolvetni (g) 24,8
Trefjar (g) 3,7 15%
A-vítamín (μg) 231 33%
D-vítamín (μg) 0 0%
E-vítamín (mg) 1,1 13%
B1-vítamín (mg) 0,17 15%
B2-vítamín (mg) 0,2 16%
B6-vítamín (mg) 0,4 35%
Fólat (μg) 190 45%
B12-vítamín (μg) 0 0%
C-vítamín (mg) 57 77%
Kalk (mg) 108 13%
Fosfór (mg) 49 8%
Magnesíum (mg) 50 18%
Járn (mg) 3,3 22%
Joð (μg) 3,3 3%
*RDS miðar við íslenskar ráðleggingar á næringarefnum fyrir konur, 18-60 ára