03 February, 2013

Kotasælupönnsur

Þessar pönnsur eru fínar til dæmis í morgunmat eða með miðdegiskaffinu. Alveg upplagt að borða þær með sultu. Hægt er að bæta við sykri eða öðru sætuefni í uppskriftina ef ykkur finnst þær ekki nógu bragðmiklar. Mér finnst það persónulega ekki þurfa. Uppskriftin er miðuð við tvo til þrjá skammta (sirka 8-9 litlar pönnsur). Pönnsurnar eru próteinríkar og innihalda talsvert af E-, B2- og B12-vítamíni.Magn Hráefni
200 g Kotasæla
2 dl Haframjöl
3 stk Egg
1 tsk Vanilludropar
eftir smekk Kanill
-  Setja allt hráefnið í blandara
-  Hita pönnu í ~5 mín með PAM spreyi eða olíu
-  Setja sirka 2 msk í einu á pönnuna
-  Snúa við hverri pönnsu þegar smá kúlur myndastNæringarinnihald (1/3 úr uppskrift):
magn RDS %*
Orka (kkal) 259
Prótein (g) 18,7
Fita (g) 10,7
Kolvetni (g) 19,7
Trefjar (g) 3,7 15%
A-vítamín (μg) 136 19%
D-vítamín (μg) 1,9 19%
E-vítamín (mg) 3,0 37%
B1-vítamín (mg) 0,23 21%
B2-vítamín (mg) 0,5 39%
B6-vítamín (mg) 0,15 12%
Fólat (μg) 54 14%
B12-vítamín (μg) 1,6 78%
C-vítamín (mg) 0 0%
Kalk (mg) 75 9%
Fosfór (mg) 351 59%
Magnesíum (mg) 46 17%
Járn (mg) 2,3 15%
Joð (μg) 20 13%
*RDS miðar við íslenskar ráðleggingar á næringarefnum fyrir konur, 18-60 ára