11 August, 2013

Melónu- og berjadrykkur

Ef þig langar í ferskan melónudrykk, þá mæli ég með þessum. Það er samt sniðugt að annaðhvort stækka uppskriftina eða fá sér eitthvað með því hann er ekki mjög hitaeiningaríkur einn og sér. Drykkurinn er algjör C-vítamín bomba en inniheldur líka talsvert af B6-vítamíni (úr melónu og banana) og fólati (úr jarðaberjum og banana).

Magn Hráefni
2 stórar sneiðar (115 g)  Vatnsmelóna
6 lítil stk (60 g) Jarðarber (helst frosin)
1/2 stk (60 g) Banani
100 g Hreinn ávaxtasafi að eigin vali
-  Setja allt saman í blandaraNæringarinnihald:
magn RDS %*
Orka (kkal) 150
Prótein (g) 3,5
Fita (g) 0,8
Kolvetni (g) 32,1
Trefjar (g) 2,5 10%
A-vítamín (μg) 30 4%
D-vítamín (μg) 0 0%
E-vítamín (mg) 0,7 8%
B1-vítamín (mg) 0,23 21%
B2-vítamín (mg) 0,2 15%
B6-vítamín (mg) 0,4 37%
Fólat (μg) 123 31%
B12-vítamín (μg) 0,1 7%
C-vítamín (mg) 100 133%
Kalk (mg) 76 10%
Fosfór (mg) 132 22%
Magnesíum (mg) 49 18%
Járn (mg) 0,9 6%
Joð (μg) 9,9 7%
*RDS miðar við íslenskar ráðleggingar á næringarefnum fyrir konur, 18-60 ára