25 August, 2013

Sætkartöflu franskar

Franskar kartöflur úr sætum kartöflum eru hollt og gott meðlæti sem getur verið gott að borða með til dæmis kjúkling eða öðru kjöti. Þær eru líka mun betri valkostur en venjulegar franskar. Sætar kartöflur eru ríkar af A-, B6-, C- og E-vítamíni. Kryddtegund fer eftir smekk en mér finnst ansi gott að nota chili- og hvítlaukskrydd.

Uppskrift fyrir tvo:
Magn Hráefni
1/2 stk (~300 g) Sætar kartöflur
1 msk (~13 g) Ólífuolía
eftir smekk Krydd og salt
-  Forhita ofn á 180°C
-  Kartaflan skorin niður í franskar
-  Setja kartöflubitana í skál og dreifa ólífuolíunni jafnt
-  Setja franskarnar á bökunarpappír
-  Kryddda/salta
-  Hafa í ofni í sirka 30 mínúturNæringarinnihald (1 skammtur):
magn RDS %*
Orka (kkal) 164
Prótein (g) 2,0
Fita (g) 6,9
Kolvetni (g) 21,5
Trefjar (g) 4,1 16%
A-vítamín (μg) 559 80%
D-vítamín (μg) 0 0%
E-vítamín (mg) 7,6 95%
B1-vítamín (mg) 0,1 10%
B2-vítamín (mg) 0,2 17%
B6-vítamín (mg) 0,3 23%
Fólat (μg)21 5%
B12-vítamín (μg) 0 0%
C-vítamín (mg) 34 45%
Kalk (mg) 68 8%
Fosfór (mg) 42 7%
Magnesíum (mg) 23 8%
Járn (mg) 0,9 6%
Joð (μg) 3,3 2%
*RDS miðar við íslenskar ráðleggingar á næringarefnum fyrir konur, 18-60 ára