13 October, 2013

Kjúklingavefja

Þessi uppskrift er meira hugmynd af máltíð heldur en uppskrift beint. Grænmetinu má auðveldlega skipta út. Dæmi sem hægt er að nota í staðinn er klettasalat, spínat, tómata, papriku og margt fleira. Svo getur líka verið gott að bæta við rifnum osti eða fetaosti en það eykur auðvitað næringarinnihaldið meira en kemur fram.

Magn Hráefni
1/2 stk (100 g) Kjúklingabringa
1 stk Gróft Tortilla brauð
1,5 msk Jógúrtsósa
10-15 g Blaðsalat
15-25 g Gúrka
1 stk Gulrót
-  Krydda, steikja eða baka kjúklingabringu
-  Skera grænmeti
-  Hita tortillabrauð í örbylgjuofn í 15-20 sek
-  Smyrja sósu á tortillabrauðið
-  Raða grænmeti og kjúkling á tortillabrauðið
-  Loka svo vefjunni saman :)
Næringarinnihald (1 skammtur):
magn
Orka (kkal) 244
Prótein (g) 29,7
Fita (g) 4,0
Kolvetni (g) 21,2